Frú Excel

Þegar góða veislu gjöra skal er gott að hafa gestalistann í lagi.

Jeiii covid er alveg að verða búið og við getum farið að bjóða vinum og ættingjum til veislu. Dásamlegt alveg 😊

Fyrir um það bil tveimur árum síðan skellti frú Excel í eitt skipulagsskjal fyrir góða vinkonu sína. Tilefnið var ærið skemmtilegt þar sem hún var að fara að bindast sínum heittelskaða. Skjalið var til þess gert að halda utan um og skipuleggja gestalistann. Lesa meira

SUMIF

Sumif er hagnýt formúla sem frú Excel notar reglulega í vinnu sinni. Ef þú þarft að leggja saman tölur eftir ákveðnu skilyrði er hún frábær. Lesa meira

Frú Excel Consensa

Tímaskráning í Excel

Forsvarsmenn Consensa höfðu samband við frú Excel og báðu hana um að aðstoða sig aðeins. Málið er að þeir þurfa að skrá niður og gera grein fyrir hverri unninni klukkustund sem þeir vinna fyrir viðskiptavini sína. Þá vantaði Excel skjal til að halda utan um þessa tíma og í leiðinni reikna út heildarverð til viðskipatvina sinna. Frú Excel tók auðvitað að sér verkefnið en í leiðinni bjó hún til einfaldari útgáfu til að setja hér inn. Ef þú vilt getur þú hlaðið niður skjalinu og notað að vild 😊

Lesa meira

Fru Excel markmið

Áramótaheit og/eða almenn markmið í lífinu

Eitt af því skemmtilegasta sem Frú Excel gerir, svona fyrir utan að leika sér í Excel, er að setja sér markmið og ná þeim. Það er bara svo gott fyrir sálina að klára hin ýmsu mál. Léttir þegar eitthvað er klárað sem hefur hangið yfir manni og gleði þegar stærri markmiðum er náð, og því stærri markmið því sætari er tilfinningin þegar hakað er í boxið.

Lesa meira

Leggja saman litaðar línur með Subtotal.

Vinnan er Frú Excel endalaus uppspretta hugmynda að bloggfærslum. Um daginn fékk frú Excel spurningu frá vinnufélaga um hvort hægt væri að leggja saman litakóðaðar línur í Excel. Lesa meira

Vantar @ merkið í 500 netföng, hvað gerir Frú Excel þá?

Vinur Frú Excel hafði samband um daginn. Hann var í smá vandræðum því hann þurfti að senda út póst til 500 manns og í netfangalistann hans vantaði @ merkið í öll netföngin. Ómæ…….hvað gera menn þá?

Lesa meira

Fylla í auða reiti með snjallráði dagsins.

Oftar en ekki þarf Frú Excel að hlaða niður gögnum úr gagnagrunnum í vinnunni og eru þau þá færð yfir í Excel, að sjálfsögðu 😉 . Allt of oft eru auðir reitir í gögnunum, markmiðið með því er sennilega að gera skýrsluna auðlesanlegri. En fyrir vikið þá þarf að fylla út í auðu reitina ef það á að vinna meira með gögnin. Lesa meira

Hvað er Pivot tafla?

…og af hverju er frábært fyrir þig að kunna að hrista fram úr erminni eitt stykki Pivot Töflu?

Pivot töflur eru að margra mati eitt öflugasta verkfæri í Microsoft Excel þar sem auðvelt er að búa til og breyta með nokkrum músarklikkum ýtarlegar og vel uppsettar skýrslur.

Lesa meira

Hvernig læsi ég reitum og af hverju ætti ég að gera það yfir höfuð?

Ef þú ert að gera skjal sem fleiri en þú ætla að nota er gott að geta læst reitum sem innihalda formúlur eða gildi sem þú vilt ekki að sé breytt. Það getur skapað óþarfa vinnu og vesen þegar formúlur eru óvart þurrkaðar út. Að læsa reitum sem innihalda flóknar formúlur í skjali sem er búið til fyrir aðra skapar líka öryggi fyrir notandann sem er þá viss um hann getur ekki óvart skemmt eitthvað.

Lesa meira

Hætta! auðar línur í gögnunum okkar

Þegar við vinnum með gögn í Excel þá þurfum við oft að hreinsa þau eins og það er kallað, þ.e. laga til kennitölur eða eyða út auðum línum svo fátt eitt sé nefnt. Þegar gagnasafnið sem við erum með er lítið er þetta ekki tiltökumál, en öðru máli gegnir með stærri gagnasöfn. Lesa meira