Ef þú vilt fá námskeið í fyrirtækið þitt sendu þá frú Excel skilaboð

Pivot töflur

Pivot töflur eru að margra mati eitt öflugasta verkfæri í Microsoft Excel þar sem auðvelt er að búa til og breyta með nokkrum músarklikkum ýtarlegar og vel uppsettar skýrslur. Að kunna að gera Pivot töflur hjálpar þér að umbreyta gögnum í upplýsingar á mun skemmri tíma en áður og kannski í leiðinni að styrkja þig í sessi sem verðmætan starfsmann með gagnlega kunnáttu.  SJÁÐU UMSAGNIR UM NÁMSKEIÐIÐ HÉR AÐ NEÐAN.


LÆRDÓMUR

Á einum morgunfundi læra þátttakendur að búa til Pivot töflur og hvernig hægt er að nota þær við gagnagreiningu í Excel. Einnig eru ýmis Pivot töflu snjallráð kennd sem auka skilvirkni til muna.

MARKMIÐ

Að þátttakendur læri að nota Pivot töflur og geti nýtt sér þessa þekkingu í starfi sínu strax að loknu námskeiði.

FYRIR HVERJA ER NÁMSKEIÐIÐ

Alla þá sem hafa áhuga á að auka skilvirni sína við gagnavinnslu og hafa grunnþekkingu á Microsoft Excel.


Efni námskeiðsins

  • Hvað er Pivot tafla og hvað gerir Pivot töflu að eins góðu verkfæri og raun ber vitni
  • Hverju þarf að huga að varðandi uppsetningu á gögnum fyrir Pivot töflur
  • Hvernig hægt er að nota skilyrta liti og letur (conditional formatting)
  • Hvað er sía og sneiðari (filter og slicer) og hvernig hægt er að tengja saman margar töflur
  • Hvernig hægt er að nota Pivot gröf til þess að setja gögn fram á myndrænan háttUmsagnir þátttakenda

Gargandi snilld! Það opnaðist nýr heimur fyrir mér!

Áhugi og eldmóður Guðlaugar fyrir excel skilaði sér vel til þátttakenda

Frábær dæmi sem leyfðu manni að prófa sig áfram og reka sig á. Lærði helling!

Þetta var nákvæmlega það sem mig vantaði, breytir öllu í mínu starfi.

Mjög gott námskeið fyrir lengra komna og líka fyrir þá sem eru að byrja að nota pivot töflur. Verkefnin og glærurnar mjög góðar.

Hnitmiðað en á sama tíma skemmtilegt námskeið.

Frábærlega hvetjandi kennari.

Besta excel námskeið sem ég hef farið á.

Vel skipulagt. Byggt ofan á þekkinguna stig fyrir stig.

Gott námskeið sem ég er þegar farinn að tala um við aðra.

Guðlaug er fróð um efnið, hefur greinilega pælt mikið í þessum málum og er í því að koma með trikk sem gagnast við gerð pivot taflna. Takk fyrir mig!

Leiðbeinandi var fagmannlegur, svaraði þeim spurningum sem komu upp á námskeiðinu af góðri hæfni. Vel fram sett, vel útskýrt, tímamörk stóðust. Frábært námskeið.