Frú Excel

Þegar góða veislu gjöra skal er gott að hafa gestalistann í lagi.

Jeiii covid er alveg að verða búið og við getum farið að bjóða vinum og ættingjum til veislu. Dásamlegt alveg 😊

Fyrir um það bil tveimur árum síðan skellti frú Excel í eitt skipulagsskjal fyrir góða vinkonu sína. Tilefnið var ærið skemmtilegt þar sem hún var að fara að bindast sínum heittelskaða. Skjalið var til þess gert að halda utan um og skipuleggja gestalistann. Vinkonan sem er mjög skipulögð kona var að vonum ánægð með skjalið og finnst frú Excel alveg tilvalið að deila því núna með veisluþyrstum löndum sínum. Því þessa dagana heyrum við í fréttum að allir veislusalir landsins séu að verða upppantaðir og allir skemmtikraftar landsins fullbókaðir næstu mánuði.

Við þurfum sem sagt að vinna úr uppsafnaðri veisluþörf okkar, halda stórafmæli, fermingar og brúðkaup sem fresta þurfti vegna covid. Tala nú ekki um alla saumaklúbbana og vina hittingana.

Það eru sem sagt mikil veisluhöld framundan hjá þjóðinni og þegar góða veislu gjöra skal er eins gott að hafa gestalistann í lagi og vel skipulagðan😉 Hverjum er búið að senda boðskort? Eru einhver börn? Og allt þetta.

Hér er lítið myndband sem sýnir þér hvernig nota á skjalið. Þú getur svo náð í skjalið ef þú vilt. hlekkur fyrir neðan myndbandið.

 

Hér er svo skjalið ef þú vilt hlaða því niður, gjörðu svo vel 🙂

FruExcel-Gestalisti

Góða skemmtun, njótið vel og gangið hægt um gleðinnar dyr 😊

0 Athugasemdir

Skrifa athugasemd

Vilt þú taka þátt í umræðunni?
Gjörðu svo vel :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *