GESTALISTI FRÚ EXCEL

Stór partur af undirbúiningi fyrir hvers konar veislu er að ákveða gestalistann. Það getur oft á tíðum verið snúið hverjum á að bjóða og hverjum ekki, en fjöldi gesta hefur augljóslega áhrif á kostnaðinn við veisluna.

Í gestalista Frú Excel getur þú skráð alla sem þú vilt hugsanlega bjóða í veisluna þína. Svo geturðu flokkað gestina eftir aldri, kyni, skyldleika og hversu náin þið eruð. Ástæða þess að sniðugt er að skoða samsetningu gestalistans eftir kyni er meðal annars til þess að átta sig betur á drykkjarföngum fyrir veisluna. Konur drekka oftar en ekki frekar léttvín og karlmenn bjór. Einnig er gott að sjá hversu mörg börn verða í veislunni ef einhver. Svo getur þú haldið utan um hverjum þú ert búin að senda boðskort, hverjir hafa svarað, hverjir ætla að mæta og hverjir ekki.

Í stjórnborðinu sérðu þetta svo allt saman á myndrænan hátt.