Pivot töflur – hvað þarf að hafa í huga varðandi grunngögnin?

Best er að hafa grunngögnin á réttu formi strax frá byrjun. Með því getur þú sparað þér bæði tíma og ergelsi.

Hér er dæmi um hvernig góð grunngögn líta út. Skoðum hvað það er sem gerir gögnin góð fyrir Pivot töflu.

  1. Hver dálkur er með eina gagnategund. Sem dæmi þá inniheldur dálkur A einungis upplýsingar um verslun og dálkur B einungis dagsetningar.
  2. Í línu 1 er nafn á viðkomandi gagnategund, á ensku “data header”. Hver dálkur eða gagnategund þarf að hafa sér nafn, ekki hafa tvo dálka til dæmis með nafninu Vikudagur.

3. Hver lína í gögnunum er skrá yfir ákveðinn atburð, í þessu dæmi áætluð og raunsala eftir dagsetningu, verslun og vöru.

Hver lína þarf að innihalda allar viðeigandi upplýsingar um atburðinn. Í A dálki á myndinni hér fyrir neðan eru einungis upplýsingar í línum 4 og 10 og eru þetta því ófullnægjandi gögn fyrir Pivot töfluna okkar.

Ef þú gerir Pivot töflu með þessum grunngögnum kemur taflan svona út, ekki er hægt að vita hvaða verslun þessar 26.576.000 kr. tilheyra.

Gangi þér vel 🙂

0 Athugasemdir

Skrifa athugasemd

Vilt þú taka þátt í umræðunni?
Gjörðu svo vel :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *