Hvað er Pivot tafla?

…og af hverju er frábært fyrir þig að kunna að hrista fram úr erminni eitt stykki Pivot Töflu?

Pivot töflur eru að margra mati eitt öflugasta verkfæri í Microsoft Excel þar sem auðvelt er að búa til og breyta með nokkrum músarklikkum ýtarlegar og vel uppsettar skýrslur.

Að kunna að gera Pivot töflur hjálpar þér að umbreyta gögnum í upplýsingar á örskammri stundu. Frú Excel notar Pivot töflur töluvert mikið í sinni vinnu, bæði til að framkalla skýrslur fyrir aðra til að rýna en einnig til að rýna gögn sjálf til dæmis vegna áætlunargerðar.

Hér er myndband sem sýnir hvernig búa á til einfalda Pivot töflu.

 

0 Athugasemdir

Skrifa athugasemd

Vilt þú taka þátt í umræðunni?
Gjörðu svo vel :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *