Fylla í auða reiti með snjallráði dagsins.

Oftar en ekki þarf Frú Excel að hlaða niður gögnum úr gagnagrunnum í vinnunni og eru þau þá færð yfir í Excel, að sjálfsögðu 😉 . Allt of oft eru auðir reitir í gögnunum, markmiðið með því er sennilega að gera skýrsluna auðlesanlegri. En fyrir vikið þá þarf að fylla út í auðu reitina ef það á að vinna meira með gögnin. Áður en Frú Excel áttaði sig á því að það er til auðveld leið að þessu, sem flokkast að mati Frú Excel undir snjallráð, þá var hún að afrita texta og líma í auðu reitina…..handvirkt…. sem tók oft aðeins of langan tíma.

Við ætlum að nota þessi gögn frá myndbandaleigu til þess að skoða hvernig þetta snjallráð virkar. Hér eru kvikmyndir flokkaðar eftir tegund og fjölda. Þú sérð að það eru auðir reitir í A dálki sem gerir það að verkum að ekki er auðvelt að vinna áfram með þessi gögn.

Svona er þetta frábæra snjallráð 🙂

Þú ýtir á F5 til þess að fá upp „Go To“ valmyndina. Ýttu svo á „Special“ neðst í vinstra horni, við það opnast „Go To Special“ valmyndin. Svo skaltu velja „Blanks“. Sjá nánar á mynd.

Nú eru auðu reitirnir valdir og þú getur afritað og límt þann texta sem þú vilt. Í þessu tilfelli ætlum við að afrita textann fyrir ofan þannig að „Byggt á sönnu“ afritast frá línu 3 til og með línu 6 í A dálki og „Drama“ afritast frá línu 8 til og með línu 13 o.s.frv.

Athugið, ef lína 1 er auð þá mun hún veljast einnig með. Ef lína 1 er auð í þínum gögnum þá er betra að þú eyðir henni út, sjá á myndbandi.

Þú sérð á myndinni hér að ofan að reitur A3 er virkur, þ.e. það sem þú skrifar fer í þennan reit. Nú skaltu setja samasem merki og velja reit A2. Galdurinn er svo að ýta á Ctrl og svo Enter. Ef þú ýtir bara á Enter þá fyllist einungis reitur A3.

Sjáðu….er þetta ekki frábært? 🙂


Gangi þér vel með þetta 🙂

0 Athugasemdir

Skrifa athugasemd

Vilt þú taka þátt í umræðunni?
Gjörðu svo vel :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *