Hvernig læsi ég reitum og af hverju ætti ég að gera það yfir höfuð?

Ef þú ert að gera skjal sem fleiri en þú ætla að nota er gott að geta læst reitum sem innihalda formúlur eða gildi sem þú vilt ekki að sé breytt. Það getur skapað óþarfa vinnu og vesen þegar formúlur eru óvart þurrkaðar út. Að læsa reitum sem innihalda flóknar formúlur í skjali sem er búið til fyrir aðra skapar líka öryggi fyrir notandann sem er þá viss um hann getur ekki óvart skemmt eitthvað.

Svona ferð þú að því að læsa skjalinu þínu. Sjá einnig á myndbandi hér að neðan.
  • Byrjaðu á því að velja þá reiti í skjalinu sem eiga að vera ólæstir.
  • Farðu í Format Cell gluggann og veldu Protection flipann og taktu hakið af Locked.
  • Ýttu á OK.

Nú hefur þú valið þá reiti í skjalinu sem notandinn má skrifa inn í. Þá er það næstu skref.
  • Veldu nú Review flipann í verkfærastikunni til þess að læsa skjalinu.
  • Ýttu á Protect Sheet. Þegar þú gerir það færðu Protect Sheet gluggann upp.
  • Hér getur þú valið hvað notandinn má gera. Í þessu tilfelli ætlum við eingöngu að leyfa notanda að skrifa í ólæsta reiti.
  • Svo er að velja gott lykilorð sem engin hætta er á að þú gleymir 🙂 .
  • Ýttu á OK.

 

Til lukku, nú ert þú búin að læsa skjalinu. Til þess að opna það aftur þá ferðu einfaldlega aftur í Review flipann, klikkar á Unprotect Sheet og skellir inn lykilorðinu.

Hér er svo lítið myndband til þess að sjá þetta í „action“.

0 Athugasemdir

Skrifa athugasemd

Vilt þú taka þátt í umræðunni?
Gjörðu svo vel :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *