Fru Excel markmið

Áramótaheit og/eða almenn markmið í lífinu

Eitt af því skemmtilegasta sem Frú Excel gerir, svona fyrir utan að leika sér í Excel, er að setja sér markmið og ná þeim. Það er bara svo gott fyrir sálina að klára hin ýmsu mál. Léttir þegar eitthvað er klárað sem hefur hangið yfir manni og gleði þegar stærri markmiðum er náð, og því stærri markmið því sætari er tilfinningin þegar hakað er í boxið.

Vanalega skráir Frú Excel markmiðin sín í stílabók, en að þessu sinni hefur hún gert Excel skjal…. en ekki hvað? 😉

Hér getur þú séð hvernig skjalið virkar. Hægt er að nota það til að setja sér stór sem smá markmið eða bara sem venjulegan „ToDo“ lista.

Þér er velkomið að hlaða niður þessu skjali og nota að vild, það er hlekkur fyrir neðan myndbandið.

https://youtu.be/-4qjUQsnVeo

Hlekkur á skjal:

Gangi þér vel með markmiðin þín 🙂

Kveðja, Frú Excel

0 Athugasemdir

Skrifa athugasemd

Vilt þú taka þátt í umræðunni?
Gjörðu svo vel :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *