Leggja saman litaðar línur með Subtotal.
Vinnan er Frú Excel endalaus uppspretta hugmynda að bloggfærslum. Um daginn fékk frú Excel spurningu frá vinnufélaga um hvort hægt væri að leggja saman litakóðaðar línur í Excel. Vinnufélaginn var búinn að merkja nokkrar línur í skjalinu sínu appelsínugular, rauðar og grænar og vildi sjá í fljótu bragði hver summan væri fyrir hvern lit.
Þar sem Frú Excel er vön að nota Sumif eða Sumifs til að leggja saman tölur eftir ákveðnum fyrirfram gefnum forsendum þá var hún ekki með svarið á reiðum höndum en lofaði að finna út úr þessu.
Þegar heim var komið og frúin búin að hræra í pottum og pönnum og gefa liðinu að borða ákvað hún að efna loforðið við vinnufélagann og settist niður fyrir framan tölvuna og opnaði Excel. Fljótlega komst hún á snoðrir um formúluna Subtotal.
Fyrir hvað stendur function num? Þú getur valið um allt að ellefu aðgerðir, eins og til dæmis að leggja saman, telja, finna meðaltal eða finna lægstu eða hæstu gildin. Með því að velja 9-Sum eða 109-Sum í function num ert þú að velja samlagningu. Ef þú ætlar að fá meðaltal þá velur þú 1-Average eða 101-Average.
Hver er munurinn á 9-Sum og 109-Sum?
Ef valið er 109-Sum þá tekur formúlan ekki með þær línur sem eru faldar handvirkt, sjá betur í myndbandinu hér að neðan. Þegar við höfum ekki falið neinar línur í skjalinu okkar þá skiptir í raun ekki máli hvort við notum 9 eða 109.
Frú Excel hefur vanið sig á að nota 109-Sum og gerir það hér. Því næst er viðeigandi svæði valið, í þessu tilfelli D2 til D18.
Nú getur þú einfaldlega filterað þann lit sem þú vilt skoða og Subtotal formúlan leggur saman seld stk. Tær snilld 🙂
Hér er svo myndband sem sýnir þetta betur.
Hér er skjalið með Subtotal formúlunni ef þú vilt hlaða því niður 🙂
Skrifa athugasemd
Vilt þú taka þátt í umræðunni?Gjörðu svo vel :)