SUMIF

Sumif er hagnýt formúla sem frú Excel notar reglulega í vinnu sinni. Ef þú þarft að leggja saman tölur eftir ákveðnu skilyrði er hún frábær. Við ætlum að nota hana hér til að finna út fjölda stöðugilda í ónefndu fyrirtæki í bænum.

 

Hér fyrir neðan sérðu lista með nöfnum starfsfólks, deild sem það vinnur í og starfshlutfall. Í B dálki ætlum við að leita að „Einstaklingssvið“ sem er skilyrðið okkar og einungis að leggja saman starfshlufall í C dálki sem fellur að þessu skilyrði.

Þegar þú skrifar formúluna beint í reitinn þar sem þú vilt fá niðurstöðuna þá birtist alltaf hjálparmynd beint fyrir neðan sem gott er að fara eftir.

Hér hefurðu svo niðurstöðurnar, er þetta ekki dásamlegt? 🙂

Það er hægt að gera fleiri sniðuga hluti með Sumif.

  • Það er hægt að leggja saman tölur undir eða yfir ákveðinni upphæð.
  • Það er hægt að leggja saman allar tölur nema ákveðna upphæð, t.d. 13.500 kr. eins og í dæminu hér að neðan.
  • Eða það er hægt að leggja saman einungis ákveðna upphæð.

Í þessu tilfelli notum við bara range og criteria, sleppum sum_range. Og við setjum skilyrðið alltaf í gæsalappir, ef við gleymum því þá virkar formúlan ekki.

Nauðsynlegt er að setja skilyrðið í gæsalappir, formerkið og upphæðina.

Sjá nánar í myndbandinu hér að neðan.

Gangi þér vel 🙂

0 Athugasemdir

Skrifa athugasemd

Vilt þú taka þátt í umræðunni?
Gjörðu svo vel :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *