Leitarformúlan Vlookup

Til eru nokkrar leitarformúlur í Excel og er Vlookup formúlan sú sem Frú Excel notar hvað mest við vinnu sína. V-ið í orðinu stendur fyrir vertical á ensku, eða lóðrétt og leitar formúlan einungis til hægri við leitargildið. Þegar þú kemst upp á lagið með að nota þessa formúlu munt þú sjá hversu hentug og góð formúla Vlookup er.

Skoðum þetta aðeins nánar:

Finnum í hvaða stjörnumerki Denni er í. Denni er því leitargildið í reit J3 og við viljum fá niðurstöðuna í reit K3.

Eins og sést hér þá eru gögnin í dálki I7 til L17. En fyrsti dálkur gagnanna er númer 1 þó svo að nöfnin séu í dálki I í sjálfu skjalinu.

Þú gætir líka ákveðið að skoða hvaða stjörnumerki eða litur fylgir hvaða heimilisfangi í töflunni en þá væri fyrsti dálkur gagnanna dálkur J en þar eru heimilisföngin.

Það sem formúlan er að segja er þetta:

Leitaðu í I dálki að gildinu sem er í reit J3 og náðu í gildið í þriðja dálki til hægri í gögnunum sem er í sömu línu og gildið sem er í reit J3. Skilaðu mér svo nákvæmri niðurstöðu.
Gangi þér vel 🙂
0 Athugasemdir

Skrifa athugasemd

Vilt þú taka þátt í umræðunni?
Gjörðu svo vel :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *