Færslur

Fru Excel markmið

Áramótaheit og/eða almenn markmið í lífinu

Eitt af því skemmtilegasta sem Frú Excel gerir, svona fyrir utan að leika sér í Excel, er að setja sér markmið og ná þeim. Það er bara svo gott fyrir sálina að klára hin ýmsu mál. Léttir þegar eitthvað er klárað sem hefur hangið yfir manni og gleði þegar stærri markmiðum er náð, og því stærri markmið því sætari er tilfinningin þegar hakað er í boxið.

Lesa meira

Vantar @ merkið í 500 netföng, hvað gerir Frú Excel þá?

Vinur Frú Excel hafði samband um daginn. Hann var í smá vandræðum því hann þurfti að senda út póst til 500 manns og í netfangalistann hans vantaði @ merkið í öll netföngin. Ómæ…….hvað gera menn þá?

Lesa meira

Fylla í auða reiti með snjallráði dagsins.

Oftar en ekki þarf Frú Excel að hlaða niður gögnum úr gagnagrunnum í vinnunni og eru þau þá færð yfir í Excel, að sjálfsögðu 😉 . Allt of oft eru auðir reitir í gögnunum, markmiðið með því er sennilega að gera skýrsluna auðlesanlegri. En fyrir vikið þá þarf að fylla út í auðu reitina ef það á að vinna meira með gögnin. Lesa meira

Hvernig læsi ég reitum og af hverju ætti ég að gera það yfir höfuð?

Ef þú ert að gera skjal sem fleiri en þú ætla að nota er gott að geta læst reitum sem innihalda formúlur eða gildi sem þú vilt ekki að sé breytt. Það getur skapað óþarfa vinnu og vesen þegar formúlur eru óvart þurrkaðar út. Að læsa reitum sem innihalda flóknar formúlur í skjali sem er búið til fyrir aðra skapar líka öryggi fyrir notandann sem er þá viss um hann getur ekki óvart skemmt eitthvað.

Lesa meira

Hætta! auðar línur í gögnunum okkar

Þegar við vinnum með gögn í Excel þá þurfum við oft að hreinsa þau eins og það er kallað, þ.e. laga til kennitölur eða eyða út auðum línum svo fátt eitt sé nefnt. Þegar gagnasafnið sem við erum með er lítið er þetta ekki tiltökumál, en öðru máli gegnir með stærri gagnasöfn. Lesa meira

Velja öll vinnublöð – Select all sheets

þegar sami textinn eða sama útlit er á mörgum vinnublöðum þá getur þú stytt þér vinnutímann með því að velja fyrst öll vinnublöð eða þau vinnublöð sem þú þarft áður en þú byrjar að skrifa í reitina.

Lesa meira