Áramótaheit og/eða almenn markmið í lífinu
Eitt af því skemmtilegasta sem Frú Excel gerir, svona fyrir utan að leika sér í Excel, er að setja sér markmið og ná þeim. Það er bara svo gott fyrir sálina að klára hin ýmsu mál. Léttir þegar eitthvað er klárað sem hefur hangið yfir manni og gleði þegar stærri markmiðum er náð, og því stærri markmið því sætari er tilfinningin þegar hakað er í boxið.