Vantar @ merkið í 500 netföng, hvað gerir Frú Excel þá?

Vinur Frú Excel hafði samband um daginn. Hann var í smá vandræðum því hann þurfti að senda út póst til 500 manns og í netfangalistann hans vantaði @ merkið í öll netföngin. Ómæ…….hvað gera menn þá?

Vinurinn, sem var í mikilli tímaþröng, gat ekki hugsað sér að laga þetta allt í höndunum og grátbað Frú Excel um að aðstoða sig.

Ekki gat hún skorast undan því og kom eins og riddari á hvíta hestinum og reddaði þessu á augabragi, já eða tveimur   

 

Svona var netfangalistinn. Hmmm hvernig er best að laga þetta?

Það er sennilega hægt að nota fleiri en eina aðferð til þess að kippa þessu í liðinn. 

Það vill svo til að þetta voru allt „hotmail“ netföng og ákvað Frú Excel að byrja á því að einangra allan texta fyrir framan „hotmail“ og nota til þess textaformúlurnar Left og Search.

Byrjum á að skoða aðeins hvað þessar formúlur gera. Þú getur svo séð betur hvernig þetta virkar í myndbandinu hér að neðan.

 

Við skeytum saman þessum tveimur formúlum til að ná í textann fyrir framan „hotmail.com“.

Formúlan gerir eftirfarandi: Leitar í textastreng í reit A2 að „hotmail.com“ og skilar textanum sem er mínus einu sæti (-1) fyrir framan „hotmail.com“.

Í reit B2 sérðu niðurstöðu formúlunnar, „al“.

Því næst bætum við einfaldlega „@hotmail.com“ við „al“ með því að nota & merkið og útkoman verður netfangið al@hotmail.com 🙂

Sjáðu, er þetta ekki mikil snilld? 🙂

Hér er svo lítið myndband svo þú sjáir þetta betur.

Gangi þér vel 🙂

2 Athugasemdir
  1. BA
    BA says:

    Hefði ekki verið mun léttara að nota ctrl f og find & replace Hotmail með @hotmail

    Tekið undir 20 sek

    Svara
    • gudlaug
      gudlaug says:

      Haha jú það er rétt hjá þér, en þá hefðum við misst af því að skoða þessar flottu leitarformúlur 🙂 . En annars er snilld hvað það er hægt að fara margar leiðir að sama markinu í Excel. Í þessari bloggfærslu er ein leið skoðuð og frábært að fá innlegg í aðrar aðferðir, takk fyrir það 🙂 .

      Svara

Skrifa athugasemd

Vilt þú taka þátt í umræðunni?
Gjörðu svo vel :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *